Norræn bókasafnsvika
Þessa vikuna er Norræn bókasafnsvika haldin víða um land. Þema Norrænu bókasafnavikunnar í ár er Margbreytileiki á Norðurlöndunum. Hjá okkur verða lesnir valdir kaflar úr bókum eftir norræna höfunda.
Norrænu bókasafnavikunni er ætlað að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum á Norðurlöndunum og nágrannasvæðum. Mánudaginn 12. nóvember 2012 hefst Norræna bókasafnavikan 16. skipti og fagnar norrænni upplestrarhefð, frásagnalist og bókmenntum. Vikan er sneisafull af upplestrum, sýningum og umræðum á menningardagskrám á þúsunum bókasafna, skóla og annarra samkomustaða á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Þegar myrkrið grúir sem þyngst yfir kveikjum við ljós og lesum bók. Það er grunnhugmynd Norrænu bókasafnavikunnar.
Nánari upplýsingar um Norrænu bókasafnsvikuna má finna á vefnum www.bibliotek.org