Hvað gerir fjölskyldan saman í desember
Jóladagatal SAMAN-hópsins er komið á vefinn og hvetjum við ykkur til að kíkja á vefsíðuna þeirra til að fá hugmyndir um það sem hægt er að gera með börnunum sínum á meðan beðið er eftir jólunum.
Á heimasíðunni segir:
Nú er desember byrjaður og undirbúningur jólahátíðarinnar er hafinn. SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og njóta samvistar með þeim. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. SAMAN-hópurinn er með jóladagatal sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.
Útivistartíminn er í fullu gildi á allan ársins hring. Vetrartíminn gerir ráð fyrir að börn 12 ára og yngri séu ekki úti eftir kl. 20 og unglingar yngri en 16 ára ekki úti eftir kl. 22. Foreldrum er alltaf heimilt að stytta útivistartíma barna sinna og unglinga og ættu jafnframt að vera með þeim utan heimilis utan leyfilegs útivistartíma.
SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að elska börn sín og unglinga óhikað og setja þeim skýr mörk. Jóladagatal SAMAN-hópsins má finna á vefnum www.samanhopurinn.is