Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrakór Sjálandsskóla í morgunsöng

14.12.2012
Foreldrakór Sjálandsskóla í morgunsöng

Í morgun fengum við góða gesti í morgunsöng þegar foreldrakórinn söng nokkur jólalög. Kórinn hefur að undaförnu æft nokkur lög undir stjórn Ólafs tónmenntakennara. 

Foreldrar eru vanir að koma og horfa á börnin sýna ýmis skemmtiatriði á sviði og nú var komið að foreldrum að sýna nemendum hvað í þeim býr ;-) 

Söngurinn tókst mjög vel og þegar kórinn var klappaður upp, var sungið auka lag og nemendur tóku vel undir.

Myndir frá foreldrakórnum á myndasíðunni 


Til baka
English
Hafðu samband