Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvætt mataruppeldi-betra líf- Fræðslufundur

09.04.2013
Jákvætt mataruppeldi-betra líf- Fræðslufundur

 Kæru foreldrar grunnskólabarna í Garðabæ

Árlegur fræðslufundur Grunnstoðar Garðabæjar verður þriðjudaginn 16. apríl í hátíðarsal Sjálandsskóla, Löngulínu 8, Garðabæ, frá kl: 20:00 til 22:00.  Fræðslufundurinn er opinn öllum foreldrum í Garðabæ og bjóðum við foreldra barna í Álftanesskóla sérstaklega velkomna.  

Komdu fróðari heim um hvernig þú getur, með einföldum hætti, hjálpað þér og þínum í átt að betra lífi.  Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar í boði.

Gerum Betur

Jákvætt mataruppeldi – Betra líf

Steinar Birgir Aðalbjörnsson, næringafræðingur

Njótum lífsins

Steinar fjallar á gamansaman hátt um mikilvægi þess að hafa gaman að mataræðinu og njóta lífsins um leið og við höldum í heiðri hóflegu mataræði og heilbrigðri hreyfinu.  Látum óvönduð vinnubrögð markaðsmanna, misvísandi skilaboð, mýtur og útlitsdýrkun lönd og leið og einbeitum okkur að því að auka lífsgleði og lífsgæði á heilbrigðan hátt.               

Ebba Guðný  Guðmundsdóttir - Pure Ebba

                Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða

Hin stórskemmtilega Ebba Guðný talar hér á mannamáli um undirstöðuatriði góðrar heilsu og hvernig við getum með einföldum hætti  hjálpað börnunum okkar, í gegnum jákvætt mataruppeldi, að verða besta eintakið af sjálfum sér, svo þau geti ávallt notið sín í leik og starfi, haft þrek, kraft og gleði til að sinna verkefnum framtíðarinnar.


Dagskrá:

20:00 Setning og ávarp formanns 

20:05 Fulltrúi frá skólanefnd Garðabæjar

Áherslur og viðmið bæjarins varðandi skólamálsverði

20:20 Steinar Birgir Aðalbjörnsson, sálfræðingur

                Njótum lífsins

 21:05 Hlé með hollum og gómsætum veitingum

 21:20 Ebba Guðný Guðmundsdóttir – Pure Ebba

Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða         

22:00 Fundarslit

 

Með kærri kveðju,

Grunnstoð Garðabæjar

http://www.facebook.com/Grunnstod.Gardabaejar

Grunnstoð Garðabæjar er samstarfsvettvangur allra foreldrafélaga og skólaráða í grunnskólum Garðabæjar.  Grunnstoð Garðabæjar sér um skipulagningu og framkvæmd árlega Gerum betur fræðslufundarins sem styrktur er af Garðabæ.


plagat-fræðslufundur.pdf

Til baka
English
Hafðu samband