Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorleikar

23.04.2013
Vorleikar

Í dag og morgun eru vorleikar í Sjálandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp og búnar til 22 stöðvar með ólíkum verkefnum. Nemendum í 1.-10.bekk er skipt niður og blandað í hópa og hóparnir fara á milli stöðva, 11 í dag og 11 á morgun. Stöðvarnar heita ýmsum íslenskum örnöfnum, s.s. Bolungarvík, Úlfljótsvatn, Skaftafell, Ásbyrgi o.fl. 

Verkefnin á stöðvunum eru ólík, t.d. sápukúlur, dekkverk, húsgagnaflipp, pógó, origamy, prjónagraff, tónverk, tölvuskrímsli o.fl. o.fl.

Dagurinn gekk mjög vel og það var gaman að sjá hversu vel nemendur á öllum aldri unnu saman að ólíkum verkefnum.

Á myndasíðunni má sjá nemendur í hinum ýmsu vekefnum.



Til baka
English
Hafðu samband