Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundar í heimsókn

18.11.2013
Rithöfundar í heimsókn

Í dag komu rithöfundarnir Birgitta Elín Hassel og Kristín Helga Gunnarsdóttir í heimsókn í tilefni af degi íslenskrar tungu sem var laugardaginn 16.nóvember. Höfundarnir spjölluðu við nemendur og lásu úr verkum sínum.

Birgitta er ein af höfundum bókanna Rökkurhæðir og er með bókaútgáfuna Bókabeitan. Hún ræddi við nemendur í 5.-10.bekk og las úr bókunum Rökkurhæðir og Afbrigði

Kristín Helga heimsótti 1.-4.bekk en hún skrifaði m.a. sögurnar um Fíusól. Kristín Helga hefur skrifað barna- og fjölskyldubókmenntir allt frá árinu 1997. Hún hefur einnig skrifað leikverk, smásögur og greinar í tímarit og blöð ásamt föstum pistlaskrifum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband