Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Börn bjarga börnum í sundi

29.11.2013
Börn bjarga börnum í sundi

Í nóvember hefur verið björgunarþema í sundi. 

Fyrstu tvær vikurnar í nóvember var yfirskrift sundkennslunnar í 3. - 10. bekk "Börn bjarga börnum".

Þetta er í annað sinn sem björgunarþema er í sundi og er vonandi komið til að vera, á haustönn, á hverju ári héðan í frá. Fyrri vikan fer í það að kynna fyrir nemendum hvað þau geta gert komi þau að manneskju á botni laugar eða á grúfu í lauginni. Eins förum við í leysitök og tengjum marvaða við björgun í vatni sem og björgunarsund með jafningja.
Í seinni vikunni var fatasund og þá fengu börnin að kynnast því hvernig er að synda í fötum.

Hér má sjá myndir frá björgunarsundinu:

Björgunarsund í 3.-4.bekk
Björgunarsund í 5.-6.bekk
Björgunarsund í 7.bekk
Björgunarsund í 8.bekk
Björgunarsund í 9.-10.bekk

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband