Jólaskraut og jólagjafir
Nú er allt að verða jólalegt hérna hjá okkur í Sjálandsskóla. Krakkarnir eru búnir að búa til jólaskraut og skreyta skólann sinn með alls konar jólaskrauti og jólaljósum. Í dag og morgun munu þau búa til jólagjafir og við segjum að sjálfsögðu ekki meira frá því :-)
Í desember er mikið um að vera hjá okkur. Á hverjum mánudegi verður kveikt á aðventukerti og á föstudögum er foreldrakaffi þar sem foreldrar eru velkomnir í kaffi í morgunsöng, í boði foreldrafélgasins. Fyrsta foreldrakaffið verður næsta föstudag, 6.desember, en þá er jafnframt rauður dagur þar sem allir mæta í rauðum fötum.
Á fimmtudag, 5.des.verður 5.-6.bekkur með atriði í morgunsöng og fimmtudaginn 12.des.verður 1.-2.bekkur með atriði. Foreldrarar eru að sjálfsögðu velkomnir á þessi skemmtiatriði.
Fimmtudaginn 19.desember er kirkjuferð (bókasafn fyrir þá sem fara ekki í kirkju) og sama dag er hátíðarmatur þegar komið er til baka í skólann.
Um kvöldið er jóladagskrá unglingadeildar.
Föstudaginn 20.desember er jólaskemmtun 1.-7.bekkjar.