Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Velkomin eftir vetrarfrí

24.02.2014
Velkomin eftir vetrarfrí

Við bjóðum nemendur velkomna eftir vetrarfrí og vonum að allir hafi haft það gott í fríinu. Framundan hjá okkur eru sjö skemmtilegar vikur fram að páskum. 

Í næstu viku er bolludagur, sprengidagur og öskudagur, sem er einn af skemmtilegustu dögunum okkar hér í Sjálandsskóla. 

Í vikunni 17.-21.mars förum við í skíðaferð í Bláfjöll og þá viku eru einnig skólakynningar í Sjálandsskóla og gleraugnadagur á mánudeginu.

Nýtt valtímabil í unglingadeild hefst 17.mars.

Við minnum á Lífshlaupið og vonum að allir hafi verið duglegir að skrá hreyfingu í vetrarleyfinu. Lífshlaupinu lýkur á morgun.

Alltaf líf og fjör hjá okkur í skólanum og nóg um að vera hjá þessum frábæru krökkum :-)

 

 

Til baka
English
Hafðu samband