Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nammi fyrir öskudaginn

04.03.2014
Nammi fyrir öskudaginn

Öskudagur er á morgun og til þess að við getum haldið upp á daginn með gleði, glensi og söng þá vantar okkur meira nammi frá foreldrum. Eins og undanfarin ár þá hafa foreldrar lagt til nammið sem krakkarnir fá afhent fyrir söng og skemmtiatriði í búðum sem settar eru upp um allan skóla. 

Við biðlum því til foreldra að koma með eitthvað til Lindu á skrifstofuna í dag eða fyrramálið. Gott er að hafa nammið í umbúðum en það er þó ekki skilyrði.

Meðal þess sem er á dagkrá á morgun er að slá köttinn úr tunnunni, danskennsla, draugahús, hoppukastali, húllahringir, snú snú, limbó, borðtennis, vöffluhús frú Sigríðar og "búðir" þar sem nemendur syngja fyrir nammi.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun á þessum skemmtilega degi :-)

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband