Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýjustu fréttir frá skíðakrökkunum á Dalvík

21.03.2014
Nýjustu fréttir frá skíðakrökkunum á Dalvík

25 nemendur úr unglingadeild sem eru í skíðaferð á Dalvík með Klakanum eru núna veðurtepptir á Dalvík. Krökkunum líður öllum vel og þau bíða í skíðaskálanum þangað til veður slotar og Vegagerðin tilkynnir opnum á Öxnadalsheiði. Sennilega verður það ekki fyrr en í fyrramálið.

Nemendur munu hringja í foreldra sína í dag en ef einhver vill fá nánari upplýsingar er hægt að hringja í Leu í síma 6171542.

Kl.14.00

Nýjustu fréttir frá Dalvík:

Veður á Dalvík er ennþá mjög slæmt og sennilega verður ekkert byrjað að moka fyrr en um hádegi á morgun, laugardag. Krakkarnir eru þó í góðu yfirlæti, eru með nóg mat og það væsir ekki um þau.

Til baka
English
Hafðu samband