Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin í dag

26.03.2014
Stóra upplestrarkeppnin í dag

Í dag, miðvikudag 26.mars hefst Stóra upplestrarkeppnin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju við Kirkjulund í Garðabæ, kl. 17-19. Tveir nemendur úr 7.bekk, Heiðrún og Trausti, taka þátt fyrir hönd skólans. Þau hafa undirbúið sig vel undanfarna daga ásamt varamanninum, henni Önnu Maríu, undir leiðsögn kennara. 

Dagskrá keppninnar:

  • Tónlistaratriði
  • Páll Hilmarsson formaður skólanefndar Garðabæjar, flytur ávarp
  • Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk sem valdir hafa verið úr Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Vífilsskóla og Valhúsaskóla (Seltjarnarnesi) lesa svipmyndir úr skáldverki og ljóð. Skáld keppninnar í ár eru Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir) og Þorgrímur Þráinsson.
  • Skemmtiatriði frá grunnskólunum
  • Veitingar
  • Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, afhendir öllum lesurum viðurkenningu fyrir þátttöku í lokahátíðinni og þrír bestu lesararnir fá verðlaun.

Allir velkomnir!

Boðskort 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband