Listadagar í Garðabæ
Þessa vikuna eru listadagar í Garðabæ og að sjálfsögðu tökum við í Sjálandsskóla þátt í þeim. Undanfarnar vikur hafa allir nemendur unnið að einu sameiginlegu listaverki sem er til sýnis í skólanum. Verkið er heildstætt verkefni tengt þjóðsögunum og sýnir skáld sem situr á bekk með bækur og þjóðsagnarverur í kringum sig.
Nemendur í unglingadeild bjuggu til skáldið og bekkurinn sem hann situr á er gerður úr bókum.
1.2-.bekkur bjó til tréð sem skáldið situr hjá og 7.bekkur bjó til þjóðsagnarverurnar sem umkringja skáldið.
5.-6.bekkjur bjó til stóra bók sem skáldið heldur á og hver nemandi gerði eina blaðsíðu í bókinni.
Við hlið skáldsins er ferðataska full af litlum bókum með sögum frá 3.-.4.bekk.
Verkið er því samvinnuverkefni allra nemenda skólans og hvetjum við foreldra og aðra til að koma og skoða þetta glæsilega verk sem er staðsett á ganginum við listastofurnar.
Myndir af listaverki Sjálandsskóla
Í dag fara nemendur á Vífilstaðatún þar sem Garðabæ heldur listadagahátíð.
Nánari upplýsingar um listadagana má finna á vef Garðabæjar