Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unicef-hlaupið

12.05.2014
Unicef-hlaupið

Unicef -hlaupið er haldið þessa dagana og taka nemendur skólans þátt í því. Í síðustu viku hlupu nemendur í 3.-4.bekk og tóku Cam með sér í hlaupið. Cam er hundur sem Comeniusarhópurinn eignaðist á Kanarí . Cam er búinn að vera í Guadeloupe og í Póllandi og upplifa margt skemmtilegt með nemendum þar. Nú er Cam hjá okkur í Sjálandsskóla og tekur þátt í ýmsum uppákomum með nemendum. Á föstudaginn tók Cam tók að sjálfsögðu þátt í hlaupinu með nemendum og hvatti þá óspart.

Myndir frá Unicef-hlaupinu eru á myndasíðu skólans

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband