Comeniusarverkefnið
11.06.2014
Nemendur 3.og 4. bekkjar heimsóttu bókasöfn Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Eftir þá heimsókn sömdu þeir sögur með íslensku þjóðsögurnar að leiðarljósi. Nemendur myndskreyttu síðan söguna sína og útbjuggu síðan litla bók. Hér er sýnishorn af bókagerðinni. Eftir að allir höfðu lokið við að semja sögurnar sínar þá kusu nemendur þá sögu sem þeim fannst best. Hér eru krakkarnir sem áttu sögurnar í 1.-3. sæti. Saga Vigdísar Eddu lenti í fyrsta sæti, saga Magdalenu var í öðru sæti og saga Guðmundar Baldvins í því þriðja.
Þegar félagar okkar í Comeniusarverkefninu komu í heimsókn til okkar í apríl þá komu þeir með hundinn Gran Can með sér. Gran Can er tuskudýr sem hefur það verkefni að heimsækja öll samstarfslöndin og eyða tíma með nemendum hvers lands fyrir sig. Gran Can fór í ýmsar ferðir með krökkunum í Sjálandsskóla og var líka með þeim í verkefnavinnu í skólanum. Hér er skyggnusýning af heimsókn Gran Can til Íslands. Myndamappa Power point Gran Can á Íslandi
Nemendur hafa verið að læra að syngja lagið „If you are happy and you know it ..“ á erlendum tungumálum í tónmennt hjá Ólafi tónmenntakennara. Þau eru búin að læra að syngja lagið á frönsku, pólsku, spænsku og ensku.
Í maí lauk seinni hluta lestrarkeppninnar milli samstarfslandanna. Hver nemandi í 1. – 4. bekk í Sjálandsskóla las að meðaltali 15 bækur á tímabilinu frá janúar til maí. Sjálandsskóli var í þriðja sæti í keppninni. Nemendur samstarfslandanna hittust með Flash-meeting 20 maí og sögðu frá niðurstöðunum.