Starfsfólk í kynnisferð
16.09.2014
Starfsfólk skólans fór í ferð sl. föstudag. Byrjað var að fara og skoða nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Tekið var á móti hópnum, gengið um skólann með leiðsögn og farið yfir starf skólans sem er mjög áhugavert. Næst var farið upp á Akranes og Grundarskóli heimsóttur. Þar var einnig vel tekið á móti hópnum, starfið í skólanum kynnt og gengið um skólann. Því næst var haldið upp Hvalfjörð í Heiðarskóla. Þar var einnig farið yfir skólastarfið og aðallega innleiðingu á spjaldtölvum, en allir nemendur skólans hafa spjaldtölvur til eigin nota. Að lokum var farið að Glym þar sem hluti hópsins gekk í átt að Glym. Haldið var af stað til baka seinnipartinn og borðað saman í skólanum. Ýmsar hugmyndir kviknuðu í þessari ferð sem munu eflaust verða nýttar í starfi skólans.