Heimsókn frá Kenía
Í morgun fengum við góða heimsókn alla leið frá Kenía. Það var Lucy forstöðukona Little bees sem er skóli fátækra barna í Naíróbí höfuðborg Kenía. Lucy sem kölluð drottning fátækrahverfanna vegna þess að hún hefur helgað sig líf fátækra barna. Hún hefur kennt börnunum í Little bee, skóla sem rekinn er af 50 stuðningsforeldrum á Íslandi. Þetta félag heitir Vinir Kenía og stóð það fyrir komu Lucyar til landsins til þess að efla kynnin.
Lucy byrjaði að því að mæta í morgunsöng þar sem Edda aðstoðarskólastjóri sýndi nokkrar myndir og sagði nemendum frá Lucy og Little bee. Nemendur sungu svo tvö lög sem voru tekin voru upp og nemendur í Little bee fá að sjá og heyra. Lucy gekk svo um skólann og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk.
Nánar má lesa um Vini Little Bees á http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/ og facebook https://www.facebook.com/vinir.bees?fref=ts
Nemendur syngja Jambo og Óskateina