Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika og Gleðidagur

04.11.2014
Vinavika og Gleðidagur

Þessa viku er vinavika í skólanum og verður unnið með vináttuna frá sem flestum hliðum.  Í morgunsöng eru sungnir vináttusöngvar.  Í gær  var hrósdagur þar sem starfsfólk og nemendur  hrósuðu hvort öðru.   Gott orðspor er sameiginlegt verkefni nemenda þar sem allir búa til fótspor þar sem þeir skrifa eitthvað fallegt um sjálfan sig.  Þessi fótspor eru svo límd á gólfin hér og þar um skólann. Einnig útbúa nemendur blóm með nafni sínu í miðjunni, og laufblöðin koma svo hrós frá bekkjarfélögunum.  Vinavikunni  lýkur svo með Gleðideginum á föstudaginn þar sem nemendur og starfsfólk mæta í betri fötum .   Nemendur koma einnig með veitingar á hlaðborð á sínu svæði.

Til baka
English
Hafðu samband