Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gunnar og Gula spjaldið í Gautaborg

18.11.2014
Gunnar og Gula spjaldið í Gautaborg

Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur kom í heimsókn í morgunsöng í morgun.  Hann ræddi við nemendur og sagði frá bókum sínum.  Einnig las hann uppúr nýju bókinni sinni sem heitir Gula spjaldið í Gautaborg.  Nemendur fengu svo að spyrja hann nokkurra spurninga um bækurnar. Ein spurningin var af hverju nýja bókin héti ekki Gula spjaldið í Garðabæ.  Gunnar svaraði því að það væru bara svo góðir krakkar í Garðabæ að þau fengu ekki gula spjaldið. 

Til baka
English
Hafðu samband