Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir af Comeniusarverkefninu

19.11.2014
Fréttir af Comeniusarverkefninu Nemendur og  kennarar 1. – 4. bekk í Sjálandsskóla eru þátttakendur í Comeniusarverkefninu Once upon an Island.  Í tilefni af evrópska tungumáladeginum,  26.september, unnu nemendur í  1. og 2. bekk verkefni þar sem þeir teiknuðu myndir af atburðum sem gera þá ánægða. Nemendur í 3. og 4. bekk skrifuðu á fiðrildi eina setningu á ensku sem  lýsir því þegar þeir eru ánægðir  ( I am happy when..). Myndirnar og fiðrildin voru límd á veggspjöld sem Cecilia á Kanaríeyjum fór með á sýningu  í Tenerieve  þar sem sýnd voru verk eftir nemendur í  Comeniusarverkefnum.      Vikuna 27. September – 4 október fóru þrír kennarar til Sikileyjar vegna Comeniusarverkefnisins. Það var fyrsti samstarfsfundurinn á þessu skólaári. Á fundinum á Sikiley var ákveðið að halda áfram með lestrarkeppnina, fara í heimsókn á söfn, halda áfram í sögugerð, halda Flash meetings ásamt fleiru sem var komið inn á síðasta skólaári. Það sem bætist við og er nýtt er að nemendur Í 1. og 2. bekk verða með áherslur á ljóðagerð þar sem ljóð eru send milli landa og nemendur eiga að myndskreyta. Nemendur í 3. og 4. bekk eiga að semja leikrit með nemendum í öðrum samstarfslöndum, æfa það og vera tilbúnir að sýna á Alþjóðlega leikhúsdeginum 27.mars 2015.  Hægt er að fylgjast með Comeniusarverkefninu á vefsíðu verkefnisins hér.     
Til baka
English
Hafðu samband