Nemendur sýna Fólkið í blokkinni 2. desember
Nemendur í 5.-6. bekk Sjálandsskóla eru þessa dagana að vinna í þema sem fjallar um fólkið í blokkinni. Þeir lásu samnefnda bók eftir Ólaf Hauk Símonarson og hafa unnið fjölbreytt verkefni sem tengjast bókinni. Einnig fórum við í Borgarleikhúsið í heimsókn til að kynnast störfunum í leikhúsinu. Nemendur hafa verið mjög áhugasamir og duglegir í þessari vinnu.
Á þriðjudaginn 2. desember verður leikritið „Fólkið í blokkinni“ frumsýnt hér í skólanum kl. 8:20 og eru allir velkomnir. Í leikritinu eru bæði söng- og dansatriði og hafa nemendur komið að vinnu við leikritið á öllum sviðum. Þeir hafa unnið í sviðsmynd, búningum, tækni, búið til kynningarmyndband, leikskrá o.s.frv. Leikritið verður svo flutt fyrir foreldra, vini og ættingja á mánudaginn 1. desember kl. 17:00.