Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kveikt á aðventukerti

09.12.2014
Kveikt á aðventukerti Í morgunsöng í morgun var kveikt á aðventukerti númer tvö en annar í aðventu var sl. sunnudag.  Það voru tveir nemendur sem fengu það hlutverk að kveikja á tveim fyrstu kertunum undir dyggri leiðsögn Helga skólastjóra.  Fyrsta kertið er kallað Spádómskerti og minnir á spádóma Gamla testamentisins um frelsarann sem koma skyldi. Næsta kerti er kallað Betlehemskertið. Það leiðir hugann að bænum þar sem Jesús fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.  Eftir að búið var að kveikja á kertunum var sungin aðventusálmurinn og fleiri jólasöngvar.
Til baka
English
Hafðu samband