Bókaverðlaun
Á hverju ári fer fram kosning í grunnskólum landsins um bestu barnabókina. Þessi samkeppni kallast Bókaverðlaun barnanna. Þá kjósa börn í 1.- 7. bekk bestu nýútkomnu bókina. Í ár var það bók Ævars Þórs Benediktssonar, Þín eigin þjóðsaga, sem sigraði. Í öðru sæti var Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason og í þriðja sæti var bók Jeff Kinney, Kiddi klaufi- kaldur vetur.
Bókasafn Garðabæjar dró úr þrjá vinningshafa úr innsendum kosningaseðlum hjá þeim. Einn nemandi við Sjálandsskóla var dregin út og var það hún Ásgerður Sara Hálfdanardóttir nemandi í 3. bekk við skólann og fékk hún bók í verðlaun frá Bókasafni Garðabæjar. Þess má geta að það var það Gula spjaldið í Gautaborg sem varð í fyrsta sæti hjá nemendum grunnskóla Garðabæjar.