Smáþjóðaleikar
29.05.2015
Smáþjóðaleikar 2015 fara fram í næstu viku í Reykjavík. Nemendur í 1. - 7. bekk í Sjálandsskóla og nemendur Alþjóðaskólans tóku forskot á sæluna og voru með sína eigin smáþjóðaleika í dag. Skipt var niður í fjögur svæði. Á svæði eitt sem var við Ránargrund fór fram UNISEF hlaup. Svæði tvö var á skólalóðinni og þar fór fram körfubolti, tennis, langstökk, þrístökk og hindrunarhlaup. Á svæði 3 sem var í íþróttasalnum og í skólanum fór fram badminton, borðtennis og þrístökk. Einnig voru búnir til verðlaunapeningar og leyst verkefni um Blossa sem er lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015. Á svæði 4 sem var við ilströndina þar fór fram strandblak, skutlukast, kúluvarp, spretthlaup og boðhlaup. Í hádeginu kom Blossi, lukkudýr leikanna og heilsaði upp á nemendur. Hann lék allskonar listir fyrir eins og að standa á höndum og fara í heljarstökk. „Smáþjóðaleikarnir“ tókust vel og nemendur beggja skólanna skemmtu sér vel enda veðrið með eindæmum gott í dag. Hér má sjá myndir