Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróðursetningarferð í Guðmundarlund á morgun

03.09.2015
Gróðursetningarferð í Guðmundarlund á morgun

Á morgun, föstudag 4.september, verður farið í hina árlegu gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Nemendur mæta á venjulegum skólatíma og verður farið með rútu upp í Guðmundarlund eftir morgunsönginn og komið til baka fyrir kl.14.00.

Að venju gróðursetja nemendur birkitré og að því loknu er farið í leiki og grillaðar pylsur í hádeginu. Þeir nemendur sem eru í matarsáskrift fá pylsur en þeir sem ekki eru í mataráskrift þurfa að koma með pylsur og pylsubrauð. Þeir þurfa ekki að koma með tómatsósu, sinnep o.þ.h.

Nemendur þurfa að koma klædd eftir veðri. Við verðum úti allan daginn.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband