Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna skólahlaupið

23.09.2015
Norræna skólahlaupið

Á síðustu dögum hafa nemendur í Sjálandsskóla tekið þátt í Norræna skólahlaupinu. Íþróttakennararnir Hrafnhildur og Davíð sjá um hlaupið og geta nemendur valið um þrjár vegalengdir.

Myndir frá Norræna skólahlaupinu 

Nánar um hlaupið á vef ÍSÍ

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin og má geta þess að um 40 grunnskólar tóku þátt í hlaupinu í fyrra og hlupu um 10.000 nemendur rúmlega 40.000 kílómetra. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Nemendur geta nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur frá upphafi styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er Íþróttakennarafélag Íslands.

Til baka
English
Hafðu samband