Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika

02.11.2015
VinavikaÞessa vikuna er vinavika hjá okkur í Sjálandsskóla. Að því tilefni hefur Tyllidaganefnd skipulagt verkefni sem allir nemendur taka þátt í. Meðal verkefna er að klippa út hjörtu úr kartoni, skreyta þau og skrifa einhver falleg orð um vináttuna og útbúa vinabönd til að hengja hjörtun í. Á föstudagsmorgun munu fulltrúar úr hverjum árgangi fara í Jónshús og Ísafold og setja hjörtun í póstkassana hjá íbúunum. Á hjörtunum verður límmiði sem á stendur: Með kveðju frá nemendum Sjálandsskóla. 

Ólafur tónmenntakennari mun æfa vinalag með nemendum sem verður síðan sungið á sal á föstudagsmorgun. Þá verða allir prúðbúnir og nemendur koma með veitingar á hlaðborð og haldin verður gleðiveisla í öllum bekkjum.


Til baka
English
Hafðu samband