Almannavarnir spá óveðri á morgun
30.11.2015
Veðurstofa Íslands vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir morgundaginn, þar sem gert er ráð fyrir austanstormi víða um land seinnipartinn.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sækiskóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.
Á heimasíðu skólans má finna verklagsreglur vegna röskunar áskólastarfi sökum óveðurs