Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hugsað um ungbarn

30.11.2015
Hugsað um ungbarn

Það voru 12 nemendur úr 10. bekk sem tóku þátt í valnámskeiðinu Hugsað um ungbarn.

Nemendur fóru heim á föstudaginn með ungbarnahermi sem þeir áttu að hugsa um fram á sunnudag. Ungbarnahermirinn eða dúkkan hafði raunverulegar þarfir líkt og ungbarn og áttu nemendur að sinna þeim jafnt á nóttu sem og degi.

Umsjónarmaður verkefnisins sagði þeim á föstudaginn að þetta yrði erfiðasta skólaverkefni þeirra fram að þessu. Hins vegar höfðu nemendur gaman að þessu og stóðu sig mjög vel.

Myndir frá verkefninu "Hugsað um ungbarn"

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband