Sjálandsskóli sigurvegari á Stíl -hönnunarkeppni Samfés
Nemendur í Sjálandsskóla urðu í 1.sæti í Stíl, hönnunarkeppni Samfés, um helgina. Þema keppninnar var náttúra og það voru þær Jóhanna María Sæberg, Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir og Lína Rut Árnadóttir sem áttu heiðurinn að vinningskjólnum. Þær sáu einnig um förðun og hárgreiðslu. Stelpurnar hafa undirbúið keppnina í allt haust, m.a.í textílvali og í félagsmiðstöðinni Klakanum.
Stíll er hárgreiðslu- förðunar- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda. Keppnin er haldin á hverju ári og núna tóku rúmlega 200 unglingar í 40 liðum þátt í keppninni.
Við óskum stelpunum til hamingju með frábæran árangur í keppninni.
Fréttir af keppninni:
http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/11/28/klakinn_bestur_a_stil/
http://www.visir.is/klakinn-sigradi-stil/article/2015151128756