Vinaliðar
01.02.2016
Vinaliðar er nýtt verkefni hjá okkur í Sjálandsskóla sem nemendur í 1.-7.bekk taka þátt í. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda.
Nokkrir nemendur í 3.-7.bekk sem eru valdir af bekkjarfélögum sínum, sjá um að stjórna leikjum í frímínútunum. Allir nemendur í 1.-7.bekk geta svo tekið þátt í þessum leikjum.
Að jafnaði er valinn einn Vinaliði fyrir hverja fimm nemendur. Nemendur í 3.-7.bekk hafa nú þegar kosið sína vinaliða sem munu stjórna leikjum á þessari önn. Vinaliðar fá námskeið og kennslu í að stjórna leikjum.
Umsjónarmenn Vinaliðaverkefnisins í Sjálandsskóla er Davíð íþróttakennari og Silja textílkennari.
Nánari upplýsingar um vinaliðaverkefnið