Öskudagur í Sjálandsskóla
Í gær héldum við uppá öskudaginn með pompi og prakt. Nemendur komu í skólann í alls konar búningum og skemmtu sér vel fram að hádegi.
Við byrjuðum í morgunsöng og síðan fóru nemendur að æfa söngatriði. Eftir frímínútur var skemmtun í sal þar sem nemendur dönsuðu við nokkur lög og síðan voru alls konar stöðvar opnaðar um allan skóla.
Þar gátu nemendur sungið og fengið nammi að launum. Þar var draugahús, vöffluhús, hoppukastali, húllahringir, snú snú, limbó, spákonuhús, söngvakeppni (The Voice), kötturinn sleginn úr tunnunni og margt fleira.
Nemendur í unglingadeild aðstoðuðu kennara á stöðvunum og stóðu þau sig með prýði. 8.bekkur sá um draugahúsið að vanda og það er alltaf jafn spennandi að heimsækja það.
Á myndasíðunni má sjá myndir frá öskudeginum
Einnig myndir sem nemendur tóku á myndastöð