Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarsprettur

12.04.2016
Lestrarsprettur

Undafarna daga hefur verið lestrarsprettur hjá okkur í Sjálandsskóla þar sem nemendur keppast við að lesa bækur. Lestrarspretturinn hófst mánudaginn 4. apríl og lauk í gær. Nemendur lásu heima og klipptu út túlipana til að hengja á gluggana fyrir framan bókasafnið. 

Eins og sjá má á myndunum þá voru margar bækur lesnar þessa daga.

Miðstigið skilaði hlutfallslega flestum túlipönum eða 3,8 túlipönum á mann. Næst kom yngsta stigið sem skilaði 3,5 túlipönum á haus og síðan unglingastigið sem skilaði 3,2 túlipana á mann. Þessar tölur geta samt sem áður breyst eitthvað ef það eru einhverjir sem eiga eftir að skila því sem þeir lásu um helgina.

Við ætlum síðan að fylgja þessu eftir með því að lesa á hverjum degi fram að sumardeginum fyrsta. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband