Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumardagurinn fyrsti - Hjól, hjólabretti og línuskautar

19.04.2016
Sumardagurinn fyrsti - Hjól, hjólabretti og línuskautar

Á fimmtudaginn, 21.apríl, er sumardagurinn fyrsti og þá er frí í skólanum. Nemendur mæta svo í skólann á föstudag samkvæmt stundaskrá.

Nú er vorið að koma þó svo að jörðin hafi verið hvít í morgun, og margir nemendur koma í skólann á hjóli. Við viljum minna nemendur og foreldra á reglur skólans um hjól, hjólabretti og línuskauta:

Hjól, hjólabretti og línuskautar eru leyfð til að ferðast til og frá skóla. Þá er skylda að nota hjálm.
Notkun hjóla, hjólabretta og línuskauta er óheimil á skólalóð á skólatíma. Ef nemendur koma á línuskautum í skólann þurfa þeir að taka með sér skó því óheimilt er að vera á línuskautum á skólalóðinni á skólatíma og eins getur verið að kennari fari út með nemendur í útikennslu.

Nemendum er frjálst að koma á reiðhjólum í skólann treysti forráðamenn barni sínu til þess.
Rétt er þó að minna á mikilvægi þess að kenna börnunum öruggustu leiðirnar í skólann og gæta að búnaði hjólsins s.s ljósabúnaðar og lása.

Skólinn tekur ekki ábyrgð á hjólum eða öðrum verðmætum sem geymd eru við skólann.

Til baka
English
Hafðu samband