Menntabúðir í upplýsingatækni
18.08.2016
Síðast liðinn fimmtudag fóru allir kennarar í Sjálandsskóla, ásamt öðrum kennurum í Garðabæ, í menntabúðir í tölvu- og upplýsingatækni. Þar voru í boði ýmis konar fræðslufundir og vinnustofur sem tengjast upplýsingatækni í kennslu og skólastarfi. Það voru kennsluráðgjafar í Garðabæ sem skipulögðu menntabúðirnar og fengu með sér kennara og aðra til að halda fyrirlestra og að hafa umsjón með vinnustofunum.
Þarna gafst kennurum Garðabæjar tækifæri til að kynnast betur þeim möguleikum sem nýta má í kennslu í tölvu- og upplýsingatækni, notkun spjaldtölva, hugbúnaði o.fl.
Mikil ánægja var með þetta framtak og víða komust færri að en vildu á einstaka vinnustofur.
Á myndasíðunni má sjá myndir frá menntabúðunum