Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagurinn

24.08.2016
Fyrsti skóladagurinn

Í dag hófst kennsla samkvæmt stundaskrá og það voru margir spenntir nemendur sem voru að setjast á skólabekk í fyrsta sinn í dag. 

Dagurinn hófst á morgunsöng að venju hjá nemendum í 1.-7.bekk og að því loknu hófst hefðbundið skólastarf. 

Nú eiga allir foreldrar að vera komnir með aðgang að Námfús og ef einhver er í vandræðum með að komast þar inn þá hafið samband við Lindu ritara. 

Nemendum í unglingadeild gefst kostur á að tengjast þráðlausu neti skólans og til þess að fá aðgang að því þá þurfa foreldrar að fara inn á "Minn Garðabær" og sækja um aðganginn þar. 

 

Á myndasíðu skólans má sjá myndir frá fyrsta skóladeginum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband