Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stafasúpan -vinningshafi

08.09.2016
Stafasúpan -vinningshafi

 Undanfarið ár hefur verið lestrarátak á bókasafni skólans undir slagorðinu "Stafasúpan", en það miðar að því að nemendur lesi eina bók fyrir hvern bókstaf. Nafn bókarinnar þarf byrja á stafnum og þegar nemendi hefur lesið bækur með heiti á öllu stafrófinu þá hafa þeir klárað stafasúpuna. 

Fyrsti nemandi skólans til að klára að lesa bækur með öllum stöfum stafrófsins var Hrefna Jónsdóttir sem er nemandi í 4.bekk.

Hún fékk í morgun viðurkenningu frá skólanum fyrir frábæran árangur í lestrinum.

Keppnin heldur áfram og hvetjum við alla nemendur til að halda áfram að æfa sig í heimalestrinum.

Nánar um Stafasúpuna má finna hér

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband