Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarstefna Sjálandsskóla

14.03.2017
Lestrarstefna Sjálandsskóla

Ný lestrarstefna Sjálandsskóla er nú komin á heimasíðuna.

Lestrarstefna Sjálandsskóla hefur verið í þróun og er unnin eftir þeim lestrarkennsluaðferðum, skimunum og prófum sem notast er við hér í skólanum. Einnig er unnið eftir þeim nýju viðmiðum í lestri sem Menntamálastofnun hefur gefið út. Góð lestrarfærni er undirstaða náms
og því leggur Sjálandsskóli ríka áherslu á lestrarkennslu. Að vinna með lestur er ferli sem er í sífelldri endurskoðun og kennslan á að taka mið af því sem reynist farsælast hverju sinni.
Lestrarþjálfun er sameiginlegt verkefni heimilis og skóla og áherslur taka mið af stöðu nemenda hverju sinni. Notuð eru ákveðin hraðaviðmið til að meta lestrarfærni nemenda og höfum við í Sjálandsskóla ákveðið að nota þau viðmið sem Menntamálastofnun gefur út en þar metum
við fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Til að ná góðum tökum á lestrinum er þó einnig mikilvægt að þjálfa lesskilninginn markvisst. Það er gert með því að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum í lesskilningi. Góðan lesskilning þarf að efla jafnt og þétt, vinna með orðaforða, málskilning og
málvitund með mismunandi aðferðum frá upphafi grunnskóla.
Lestrarstefna Sjálandsskóla er skjal sem er í stöðugri þróun og kennarar skólans vinna eftir. Hún er leiðbeinandi fyrir kennara, foreldra og forráðamenn, um hvernig unnið er með þjálfun lestrarfærni, lesfimipróf, lesskilningspróf, skimanir og greiningarpróf.

Lestrarstefna Sjálandsskóla

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband