Umhverfisvika
24.04.2017
Í þessari viku er umhverfisvika hjá okkur í Sjálandsskóla. Líkt og undanfarin ár þá skipuleggjum við tínslu á rusli á skólalóðinni og í nánasta umhverfi skólans.
Haldin verður hátíð í tilefni dags umhverfisins, þriðjudaginn, 25. apríl .
Dagskráin þann dag verður eftirfarandi:
Landvernd eða fulltrúar frá þeim taka þátt í dagskránni með okkur.Kl. 10.30 hefst dagskrá á skólaló, við fjöruna
Stefán Erlendur spilar (ef veður leyfir)
Sjóskrímsli verður dregið að landi – Nemendur og 9.bekk og Sigu sjá um gjörninginn. List- og verkgreinakennarar hafa búið til skrímslið með nemendum.
Haldin verður stutt ræða frá nemendum í 9.bekk
Stutt ræða frá fulltrúa Landverndar
Allir nemendur frá endurunnin flugdreka til að fljúga með.
Dagskrá verður lokið 11:10 og þá heldur kennsla áfram skv. stundaskrá.