Plastskrímslið-hreinsunarátak
Í dag tóku nemendur þátt í hreinsunarátaki sem stendur alla vikuna. Verkefnið hófst með gjörningi þegar nemendur í 9.bekk sóttu plastskrímsli út á sjó með því að sigla á kajak og draga skrímslið í land.
Landvernd er að fara af stað með strandlengjuhreinsunarátak og upphaf átaksins var hér á skólalóðinni hjá okkur.
Tveir nemendur í 9.bekk, Emil Grettir og Gabríela Snót, fjölluðu um plastmengun í umhverfinu og fulltrúi frá Landvernd ræddi við gesti.
Nemendur fengu svo afhenda flugdreka sem gerðir voru úr endurunnu efni og þeir léku sér með þá á skólalóðinni.
Fulltrúar fjölmiðla komu ásamt bæjarstjóra og fylgdist með görningnum.
Fréttir frá athöfninni munu væntanlega birtast í fréttum RÚV og Stöðvar 2 í kvöld eða næstu kvöld.
Myndir frá hreinsunardeginum á myndasíðu
Fleiri fréttir frá atburðinum:
http://www.midjan.is/strandhreinsunaratak-landverndar/
http://www.ruv.is/frett/drogu-plastskrimsli-ad-landi
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC01F280E1-1442-43DE-A7D3-912586BCF5D9 (velja 18:50)
http://landvernd.is/HreinsumIsland