Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinningshafar forvarnarviku úr Sjálandsskóla

03.10.2017
Vinningshafar forvarnarviku úr Sjálandsskóla

Slagorð vikunnar „Er síminn barnið þitt?“ kemur úr hugmyndavinnu nemenda á miðstigi grunnskólans.

Í haust var haldin teiknisamkeppni meðal nemenda í leik- og grunnskólum Garðabæjar um mynd á veggspjöld forvarnavikunnar og sex teikningar hlutu viðurkenningu.

Vinningsmyndina teiknaði Hafdís Rut Halldórsdóttir, nemandi í 7. bekk í Sjálandsskóla.

Aðrir sem hlutu viðurkenningu voru: Magdalena Arinbjörnsdóttir, nemandi í 8. bekk Sjálandsskóla, Helen Silfá Snorradóttir, nemandi í Hofsstaðaskóla, Gústaf Maríus D. Eggertsson, nemandi í 1. bekk Flataskóla, Davíð Oddsson Thorarensen, leikskólanum Holtakoti og Maríanna K. Logadóttir, leikskólanum Holtakoti. Myndir nemendanna prýða veggspjöld sem minna okkur á mikilvægi þess að stýra okkar eigin net- og skjánotkun af skynsemi. Veggspjöldin verða til sýnis í leik- og grunnskólum og öðrum byggingum Garðabæjar í forvarnavikunni.

Á myndinni má sjá vinningshafana, Hafdísi (sem hlaut 1.verðlaun) og Magdalenu sem hlaut aukaverðlaun.

Við óskum þeim innilega til hamingju með þessar frábæru myndir sem þær teiknuðu.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband