Vinningshafar forvarnarviku úr Sjálandsskóla
Slagorð vikunnar „Er síminn barnið þitt?“ kemur úr hugmyndavinnu nemenda á miðstigi grunnskólans.
Í haust var haldin teiknisamkeppni meðal nemenda í leik- og grunnskólum Garðabæjar um mynd á veggspjöld forvarnavikunnar og sex teikningar hlutu viðurkenningu.
Vinningsmyndina teiknaði Hafdís Rut Halldórsdóttir, nemandi í 7. bekk í Sjálandsskóla.
Aðrir sem hlutu viðurkenningu voru: Magdalena Arinbjörnsdóttir, nemandi í 8. bekk Sjálandsskóla, Helen Silfá Snorradóttir, nemandi í Hofsstaðaskóla, Gústaf Maríus D. Eggertsson, nemandi í 1. bekk Flataskóla, Davíð Oddsson Thorarensen, leikskólanum Holtakoti og Maríanna K. Logadóttir, leikskólanum Holtakoti. Myndir nemendanna prýða veggspjöld sem minna okkur á mikilvægi þess að stýra okkar eigin net- og skjánotkun af skynsemi. Veggspjöldin verða til sýnis í leik- og grunnskólum og öðrum byggingum Garðabæjar í forvarnavikunni.
Á myndinni má sjá vinningshafana, Hafdísi (sem hlaut 1.verðlaun) og Magdalenu sem hlaut aukaverðlaun.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þessar frábæru myndir sem þær teiknuðu.