Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samskipti og sjálfstraust

21.03.2018
Samskipti og sjálfstraust

Síðustu daga hafa nemendur í 8.-10. og nemendur í 6. bekk fengið fræðslu á vegum Dale Carnegie um samskipti og sjálfstraust. Ragna Klara kom og spjallaði við nemendur um samskipti, hvað samskipti fela í sér, þægindahringinn, hvað nemendum finnst krefjandi og óþægileg samskipti og hvað nemendur álíta þægileg og góð samskipti.

Nemendur unnu saman í litlum hópum og svöruðu nokkrum spurningum. Í hópunum mynduðust oft á tíðum góðar umræður og er vonandi að nemendur hafi haft gagn og gaman af. Í lokin á fræðslunni var farið yfir góðar reglur sem gott er að temja sér í samskiptum við aðra.

Að loknu páskafríi mun Ragna heimsækja 7. bekk.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband