Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni

21.03.2018
Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni

Á mánudaginn tóku nemendur í 7.bekk þátt í stóru upplestrarkeppninni. Þá kepptu okkar krakkar við aðra nemendur í skólum Garðbæjar og Seltjarnarness.

Ari Jónsson, nemandi í 7.bekk Sjálandsskóla sigraði í keppninni.

Vefsíða um stóru upplestrarkeppnina

Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.

Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða.

Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, ár hvert og lýkur í mars.
Til baka
English
Hafðu samband