Nordplus verkefni Sjálandsskóla
Á laugardaginn fóru nokkrir nemendur Sjálandsskóla ásamt kennurum til Hillerød í Danmörku að heimsækja KonTiki skólann sem er einkaskóli.
Sjálandsskóli er í Nordplusverkefni með Dönum og Eistum, og fyrr í vetur komu nemendur frá Danmörku og Eistlandi í heimsókn til okkar.
Danirnir og sólin tóku einstaklega vel á móti okkar fólki og hafa þau verið að vinna í áhugaverðum verkefnum tengt innflytjendum og flóttafólki. Nemendur voru með kynningar fyrir hina nemendurnar um hvernig þjóðirnar taka á móti innflytjendum og flóttafólki. Einnig tóku nemendur viðtöl við nemendur Hillerødholmsskole og bæjarstjórann í Hillerød og söfnuðu upplýsingum um hvernig best sé að taka á móti þeim. Í kjölfarið setja þau mikilvæga hluti í ferðatösku sem hægt er að nota til þess að bjóða fólk velkomið til nýs lands.
Einnig hafa nemendur nýtt tímann til þess að skoða fallega umhverfið í Danmörku eins og Frederiksborgslot, Nyhavn og Tívolí í Köben.