Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufundur fyrir foreldra í Garðabæ í kvöld

15.05.2018
Fræðslufundur fyrir foreldra í Garðabæ í kvöld

Grunnstoð stendur fyrir fræðslufundi fyrir foreldra í Garðabæ. Fundurinn fer fram í Sjálandsskóla þriðjudaginn 15.maí kl. 20.

Hagir og líðan grunnskólabarna í Garðabæ
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, félagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttasviði Háskólans í Reykjavík, fjallar um niðurstöður rannsóknar sem Rannsókn og greining hafa gert á börnum og unglingum í Garðabæ í vetur

Vináttufærni
Anna Steinsen fjallar um vináttuna og gefur góð ráð um hvernig börn geta eflt sig félagslega. Anna er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hún hefur starfað í 14 ár við að styrkja sjálfsmynd og auka sjálfstraust ungmenna. Anna er einn af eigendum KVAN sem sérhæfir sig í þjálfun fyrir börn og unglinga.

Grunnstoð Garðabæjar er samstarfsvettvangur foreldrafélaga og skólaráða í grunnskólum Garðabæjar. Grunnstoð hefur staðið fyrir sambærilegum fræðslufundum undanfarin ár.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband