Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit

08.06.2018
Skólaslit

Í morgun voru skólaslit í Sjálandsskóla og þar með er þessu skólaári lokið. Edda skólastjóri flutti ræðu, kórinn söng tvö lög og veitt voru verðlaun fyrir teiknisamkeppni. Allir vinaliðar vetrarins fengu rós í þakklætisskyni fyrir þeirra starf sem vinaliðar í vetur. Allir sungu svo saman skólasönginn og í lok athafnar var þjóðsöngurinni sunginn.

Þá fóru nemendur með foreldrum sínum inná sitt heimasvæði þar sem kennarar afhentu vitnisburð.

Myndir frá skólaslitum

Starfsfólk Sjálandsskóla þakkar nemendum og aðstandendum þeirra samstarfið í vetur.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband