Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útskrift 10.bekkjar

08.06.2018
Útskrift 10.bekkjar

Í gær fór fram útskrift 10.bekkjar. Það voru 26 nemendur sem kvöddu skólann að þessu sinni og hafa sumir þeirra verið hér í 10 ár. Allir nemendur fengu birkiplöntu í útskriftargjöf og árbók 10.bekkjar.

Gabríela Snót og Hrafnhildur Ming fluttu ræðu fyrir hönd nemenda, Helgi Hrafn, Emil og Gauti voru með Kahoot spurningarleik og Hrafnhildur, Gabríela, Helena og Vigdís voru með tónlistaratriði.

Edda skólastjóri og Jóhanna Kristín kennari í 10.bekk fluttu ræður og foreldrar komu með veitingar.

Myndir frá útskrift á myndasíðu 10.bekkjar

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband