Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennarar í menntabúðum

15.08.2018
Kennarar í menntabúðum

Í gær, þriðjudag 14.ágúst voru haldnar menntabúðir í tölvu-og upplýsingatækni fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla Garðabæjar. Menntabúðirnar voru haldnar í Garðaskóla þar sem boðið var uppá fjölbreytta dagsskrá. Þorsteinn Sæberg flutti erindi um ný persónuverndarlög og Vala Dröfn, deildarstjóri tölvudeildar, var með erindi frá tölvudeild Garðabæjar.

Þá gátu þátttakendur valið á millið 37 vinnustofa sem skipt var niður í þrjár lotur. Dæmi um vinnustofur var Micro:bit, þrívíddarhönnun, ipad og öpp, myndbandavinnsla, sýndarveruleiki, worksheet factory, green screen, Google Drive, Classroom og Slides, Osmo, SeeShaw, Sphero, forritun og marg fleira.

Eins og sjá má á myndunum var mikill áhugi hjá þáttakendum og má segja að þetta sé góð byrjun á nýju skólastarfsári.

Myndasafn Sjálandsskóla 

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband