Skólabjalla og skólareglur
Í dag hættir skólabjallan okkar að hringja inn og út úr frímínútum. Hún hringir þó áfram kl.8:15 þegar skólahald hefst. Frímínútnatíminn er margskiptur milli aldursstiga og því hefur það oft ruglað nemendur þegar bjallan hringir inn og út fyrir aðra hópa. Kennarar og annað starfsfólk skólans lætur nemendur vita þegar frímínútur hefjast og starfsmenn úti á leiksvæði eru með flautur til að láta nemendur vita þegar frímínútum líkur.
Í október ætlum við einnig að gera átak í umgengni og að kynna skólareglur fyrir nemendum.
Skólareglur Sjálandsskóla
1. Skólinn er vinnustaður okkar allra, hver nemandi og starfsmaður á rétt á því að fá frið til að vinna sína vinnu.
2. Við virðum hvert annað, hjálpumst að og komum vel fram við alla í orði og verki.
3. Við fylgjum fyrirmælum starfsmanna.
4. Við komum með hollt og gott nesti í skólann.
5. Við hugsum vel um skólann, eigur okkar og annarra.
6. Við göngum hljóðlega um og sýnum varúð í allri umgengni í skólanum og á skólalóðinni.
7. Skólalóðin er leiksvæði okkar allra og við sýnum sanngirni í leik og starfi.
8. Við notum ekki gsm-síma á skólatíma án leyfis. Við fylgjum fyrirmælum starfsfólks um að setja hann niður, að öðrum kosti hefur nemandinn valið að fara úr kennslustund sem er fjarvist.