Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólalegt í Sjálandsskóla

10.12.2018
Jólalegt í Sjálandsskóla

Nú er orðið jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla þegar aðeins 8 skóladagar eru eftir fram að jólafríi. Að venju hefur skólinn verið skreyttur með ýmsu jólaskrauti sem búið er til af nemendum. Einnig er búið að setja upp stærðar jólatré í salnum og þar er einnig jóladagtalið okkar sem opnað er á hverjum morgni í desember.

Kennarar hafa undanfarin ár haldið jólaskreytingakeppni þar sem þeir skreyta hurðina á vinnuherbergjum sínum og þar má sjá margar glæsilega jólaskreytingar. 

Myndir af jólaskreytingum skólans 

Þessa síðustu daga fram að jólum er ýmislegt um að vera hjá okkur, t.d.

  • fimmtudagur 13.des. -atriði í morgunsöng
  • föstudagur 14.des. -3.bekkur með atriði í morgunsöng
  • mándudagur 17.des. - athriði frá foreldrafélaginu í morgunsöng
  • þriðjudagur 18.des. - kórinn syngur jólalög í morgunsöng og unglingadeild er með jólakvöld
  • miðvikudagur 19.des.- uppákoma í morgunsöng, friðarganga í nágrenni skólans (í kirkju eða ekki í kirkju), hátíðarmatur. Jólatónleikar kórsins kl.18
  • fimmtudagur 20.des. - jólaskemmtun kl.9:30

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband